Ég er bara svekktur en það sem mestu máli skiptir er að vitum að við getum gert betur og við verðum að koma sterkari til baka í næsta leik“ sagði Daníel Andri þjálfari Þórs eftir níu stiga tap Þórs gegn Stjörnunni. Daníel sagði ennfremur að það hafi verið eitthvert andleysi í hópnum sem hafi orðið liðinu að falli í dag. „Stjörnukonur voru mjög baráttuglaðar í dag eða í raun var öll orkan í leiknum þeirra megin í 40 mínútur“.

Þessi tilvitnun í orð Danna þjálfara rammar í raun vel inn gang leiksins í dag mikil barátta í gestunum og okkar stelpur voru allan leikinn í því hlutverki að elta. Lið Stjörnunnar er mun hávaxnara en lið Þórs og það sást best í baráttunni um fráköst en gestirnir tóku 60 gegn 43 Þórs. 

Þegar kemur að stigaskori leikmanna í dag voru það alls sjö leikmenn í hvoru liði sem skoruðu en í liði Stjörnunnar voru það tveir leikmenn sem báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum. Af 73 stigum gestanna skoruðu þær Myia Nicole Stark og Diljá Ögn Lárusdóttir saman 55 stig eða aðeins níu stigum minna en allt Þórsliðið.

Stjarnan náði mest 18 stiga forskoti í leiknum en undir lok leiksins hljóp smá spenna í leikinn en gestirnir reyndust sterkari á lokasprettinum og lönduðu sínum fyrsts sigri í vetur 64:73.

Gangur leiks eftir leikhlutum: 22:24 / 7:15 (29:39) 17:22 / 18:12 = 64:73

Framlag leikmanna Þór: Marín Lind 19/4/1, Heiða Hlín 14/5/1, Hrefna 13/7/3, Karen Lind 9/1/3, Eva Wium 5/8/3, Ásgerður Jana 2/1 og Rut Herner 2/5/2 að auki spiluðu þær Katla María og Hrafnhildur en þeim tókst ekki að skora. 

Framlag leikmanna Stjörnunnar: Diljá Ögn 35/5/2, Myia Starks 20/8/5, Eva Lára 5/2/1, Sigurbjörg Rós 3/11/0, Jóhanna Björk 3/11/2, Berglind 2 stig, Bergdís Lilja 2/8/2. 

Nánari tölfræði

Myndasafn

Staðan

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Palli Jóh