Álftanes tók á móti Hamri frá Hveragerði í annnarri umferð í fyrstu deild karla. Álftnesingar leiddu allan tímann og unnu auðveldan sigur, 86-71.

ingar eru með fullt hús stiga og eru í þriðja sæti deildarinnar jafnir Haukum og Hetti. Hamarsmenn hafa ekki enn unnið leik og eru sem stendur í 9. sæti deildarinnar.

Gangur leiks

Álftnesingar byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 14-5 snemma í fyrsta leikhluta. Hamarsmenn komust þó betur inn í leikinn og endaði leikhlutinn 24-17 Álftnesingum í vil. 

Í öðrum leikhluta taka heimamenn yfir leikinn. Þeir spiluðu frábæran varnarleik og héldu Hvergerðingum í 11 stigum. Heitt var í hamsi og Pálma Geir Jónssyni vísað út úr húsi. Staðan í hálfleik, 46-28 fyrir Álftanesi.

Það hægðist á liðunum í byrjun 2. leikhluta en bæði lið spiluðu samt sem áður öflugan varnarleik. Álftnesingar leiða leikinn og endar leikhlutinn, 63-50 heimamönnum í hag.

Álftnesingar mættu einbeitingarlausir í 4. leikhluta. Hamarsmenn gengu á lagið og lét leikmaðurinn Kristijan Vladovic mikið fyrir sér fara og stjórnaði sóknarleik þeirra með mikilli sæmd. Dino Stipcic gerði þá útaf við leikinn með þriggja stiga körfu. Lokastaða 86-71.

Tölfræðin lýgur ekki

Það vakti athygli að gestirnir tóku 26 sóknarfráköst en skoruðu aðeins 13 stig úr þeim.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestir í liði Álftnesinga voru þeir Cedrick Bowen með 22 stig og Friðrik Anton með 18 stig og 11 fráköst.

Atkvæðamestur í liði Hamars var Dareial Corrione Franklin með 26 stig.

Hvað svo?

Álftnesingar halda næst til Egilsstaða föstudaginn 8. október klukkan 19:15 og mæta þar Hetti. Hamar spilar næst við Skallagrím á heimavelli föstudaginn 8. október klukkan 19:15

Tölfræði leiks

Umfjöllun, viðtal / Gunnar Bjartur