Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants lögðu í kvöld Sporting í fyrsta leik riðlakeppni FIBA Europe Cup, 80-75.

Elvar Már var meðal atkvæðumestu leikmanna leiksins. Á rúmum 32 mínútum spiluðum skilaði hann 18 stigum, 4 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Næsti leikur Giants í riðlakeppninni er gegn Ionikos næsta miðvikudag 20. október.

Tölfræði leiks