Dagur Kár Jónsson og Ourense unnu í dag fyrsta leik deildarkeppni þessa tímabils gegn Melilla, 91-74, en liðið leikur í Leb Plata deildinni á Spáni.

Á tæpum 15 mínútum spiluðum skilaði Dagur Kár 12 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur Dags og Oursense er komandi föstudag 16. október gegn Morón.

Tölfræði leiks