Breiðablik hefur samið við þá bandarísku Chelsey Shumpert um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild kvenna.

Chelsey mun koma í stað Reili Richardson, sem hafði meiðst á hnéi rétt fyrir brottför til Íslands.

Chelsey er 26 ára 165 cm bakvörður sem lék fyrir Union University í bandaríska háskólaboltanum áður en hún gerðist atvinnumaður í Englandi.

Gerir félagið ráð fyrir að leikmaðurinn verði með þeim í annarri umferð gegn Grindavík.

Tilkynning:

Kkd. Breiðabliks hefur samið við Chelsey Shumpert fyrir komandi tímabil en áður hafði deildin verið búin að semja Reili Richardson en hún meiddist á hné rétt áður en hún átti að koma.
Meiðsli Reili komu frekar seint upp þar sem leikmaðurinn lét ekki vita hve alvarleg meiðslin væru og því fór vinna í að finna nýjan leikmann frekar seint af stað og verður þess valdandi að stelpurnar spila án Bandaríkja leikmanns í fyrsta leik en hún verður vonandi komin með leikheimild fyrir næsta leik sem er heimaleikur á móti Grindavík nk. sunnudag.
Chelsey Shumpert er reynslumikill leikstjórnandi og hefur verið síðustu þrjú tímabil í efstu deildinni i Englandi spilaði mjög vel þar.
Chelsey er komin til landsins og mun mæta á leikinn í kvöld á móti Fjölni og styðja við bakið á þeim.
Við bjóðum Chelsey velkomna í Smárann.