Breiðablik kjöldró Tindastól fyrr í dag í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna, 111-53.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var ekkert sérstaklega jafnræði á með liðunum í leik dagsins, en Blikar leika í Subway deildinni á meðan að Tindastóll er í 1. deildinni.

Breiðablik leiddi með 17 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-30 og þegar í hálfleik var komið var munurinn kominn í 37 stig, 64-27. Í upphafi seinni hálfleiksins gera heimakonur í Breiðablik svo endanlega útum leikinn og sigra að lokum með 58 stigum, 111-53.

Atkvæðamest fyrir Tindastól í leiknum var Madison Anne Sutton með 22 stig og 17 fráköst. Fyrir Breiðablik var Anna Soffía Lárusdóttir framlagshæst með 26 stig og 7 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Önnur úrslit dagsins