Ástrós Lena Ægisdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir og lið þeirra AKS Falcon lagði BK Amager fyrr í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni, 72-70.

Falcon hafa það sem af er tímabili unnið báða leiki sína og eru því í efsta sæti deildarinnar.

Þóra Kristín lék rúmar 29 mínútur og skilaði 9 stigum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum á meðan að Ástrós Lena lék tæpar 17 mínútur og var með eina stoðsendingu.

Næsti leikur Falcon er gegn SISU komandi sunnudag 17. október

Tölfræði leiks