Andrée Michelsson og BBC Rendsburg Twisters töpuðu með minnsta mun mögulegum fyrir TSV Neustadt Temps Shooters í Regionalliga Nord í Þýskalandi fyrr í kvöld, 83-84.

Twisters eru sem stendur í 8.-13. sæti deildarinnar með einn sigur og tvö töp það sem af er tímabili.

Andrée átti ágætisleik þrátt fyrir tapið, skilaði 20 stigum og 10 stoðsendingum á um 33 mínútum spiluðum.

Næsti leikur Twisters er þann 9. október gegn Aschersleben Tigers BC.

Tölfræði leiks