Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson og Acunsa GBC máttu þola tap í kvöld fyrir Caceres í Leb Oro deildinni á Spáni, 74-76.

Ægir átti ágætis leik þrátt fyrir tapið. Á tæpum 34 mínútum spiluðum skilaði hann 14 stigum, 2 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Það sem af er tímabili hefur Acunsa unnið einn leik og tapað einum, en næsti leikur þeirra er þann 17. október gegn Valladolid.

Tölfræði leiks