Haukar lögðu Clube Uniao Sportiva með 5 stigum í kvöld í fyrri leik liðanna í undankeppni EuroCup, 81-76.

Seinni leikur liðanna er komandi fimmtudag úti í Portúgal, en til þess að komast áfram í riðlakeppni EuroCup þurfa Haukar að vinna leikina samanlagt.

Atkvæðamest fyrir Hauka í kvöld var Haiden Denise Palmer með 24 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Frekari umfjöllun er væntanleg á Körfuna innan tíðar.