Undanúrslit VÍS bikarkeppni kvenna fara fram í kvöld með tveimur leikjum.

Njarðvík heimsækir Fjölni í Dalhús í fyrri leiknum áður en Valur og Haukar eigast við í Origo Höllinni.

Úrslitaleikur keppninnar er svo á dagskrá komandi laugardag 18. september í Smáranum.

Leikir dagsins

VÍS bikarkeppni kvenna

Fjölnir Njarðvík – kl. 18:00

Valur Haukar – kl. 20:00