Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza lögðu Baxi Manresa í kvöld í fyrstu umferð deildarkeppni ACB á Spáni, 98-91.

Tryggvi hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum, en skilaði 3 fráköstum á rúmum 10 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Stutt er á milli leikja í deildinni hjá Zaragoza nú í upphafi tímabils, en næst leika þeir gegn Bilbao þann 24. september.