Dominykas Milka fer yfir víðan völl í nýju podkasti sínu, Social Chameleon. Þar ræðir hann vonbrigði síðasta tímabils, hvernig honum finnist liðin koma undan vetri, VÍS bikarkeppnina og margt, margt fleira. Með honum að þessu sinni er ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur Baldursson.

Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas taka bæði á því er gerist í efstu deild karla í körfubolta, sem og málefnum líðandi stundar.

Social Chameleon er í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram og þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.