Dominykas Milka fékk til sín Ágúst Björgvinsson til þess að ræða ferilinn, þjálfun og margt fleira í nýjustu útgáfu Social Chameleon. Á yfir 20 ára feril hefur Ágúst þjálfað meistaraflokka karla og kvenna, A landslið kvenna, yngri flokka og yngri landslið Íslands. Þá hefur hann einnig þjálfað fyrir utan landsteinana.

Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.

Social Chameleon er í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram og þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.

Með Dominykas er sem áður ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur.

Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.