VÍS bikarkeppni kvenna fer af stað á sunnudaginn með fyrsta leik sextán liða úrslita þegar að Haukar taka á móti sameinuðu liði Hamars og Þórs í Ólafssal.

Tvö lið eru þó komin áfram í átta liða úrslitin, Keflavík og Valur, en mótherjar þeirra, Snæfell og Skallagrímur hafa samkvæmt heimildum Körfunnar gefið leikina.

16-liða úrslit VÍS-bikars kvenna (leikið 5.- 6. september):

Haukar-Hamar/Þór – 5. september kl. 20:00

Stjarnan-Tindastóll – 6. september kl. 19:15

Keflavík b-Vestri – 6. september kl. 19:15

Valur 20 – 0 Skallagrímur

KR-ÍR – 6. september kl. 19:15

Grindavík-Njarðvík – 6. september kl. 19:15

Keflavík 20:0 Snæfell

Fjölnir-Breiðablik – 6. september kl. 19:15