Skallagrímur hefur samið við Shakeya Leary fyrir komandi átök í úrvalsdeild kvenna.

Shakeya er 30 ára, 189 cm gífurlega reynslumikill miðherji sem áður hefur leikið í deildum í Síle, Þýskalandi, Tékklandi, Spáni, Ísrael og nú síðast í Tyrklandi. Hún hefur þó verið eitthvað frá síðustu tímabil, en síðast lék hún fyrir Mersin í Tyrklandi tímabilið 2018-19.