Reynir Sandgerði sem unnu 2. deild karla á síðustu leiktíð munu draga liðið úr keppni fyrir komandi leiktíð í 1. deild karla. Liðið hafði unnið sér sæti í næstefstu deild og var ákveðið í að taka sæti sitt. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Samkvæmt skipulagi átti Reynir að leika sinn fyrsta leik í fyrstu deildinni heima í Sandgerði þann 27. september gegn Haukum.