Bandaríkjamaðurinn Paul Anthony Jones er hættur við að ganga til liðs við fyrstu deildar lið Hauka fyrir komandi tímabil samkvæmt heimildum Körfunnar. Engar frekari fregnir eru þó afhverju hann muni ekki vera með liðinu líkt og tilkynnt hafði verið, en þeir munu í staðinn fá annan bandaríkjamann Jeremy Smith til liðsins fyrir tímabilið.

Jeremy ætti að vera íslenskum aðdáendum íþóttarinnar kunnur, en hann lék fyrir Breiðablik í fyrstu deildinni tímabilið 2017-18. Þá skilaði hann 22 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik. Síðan þá hefur hann m.a. fyrir lið á Kýpur og í Englandi.