Nýr keppnisvöllur Njarðvíkur mun rísa í Stapaskóla í Innri Njarðvík samkvæmt frétt vf.is. Mun þessi nýji völlur rúma 1100 áhorfendur, en núverandi keppnisvöllur þeirra í Ljónagryfjunni, eða Njarðtaksgryfjunni, er með stæði fyrir 500 manns. Nafn nýja hússins mun vera Stapahöllin, en gert er ráð fyrir að húsið verði fullbúið eftir 15 mánuði.

Mynd / VF