Eftirsóttasti körfuboltatölvuleikur nútímans NBA 2K er kominn út í nýrri útgáfu. NBA 2K22 hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu en grafík leiksins og spilun hefur tekið miklum framförum síðustu árin.

Framleiðendur leiksins hafa lagt áherslu á að bæta raunveruleikastig leiksins. Grafík leiksins hefur verið bætt enn meira og munurinn á milli tölvuleiksins og raunveruleikans orðin ansi lítill. 

Slóvenska undrið Luka Doncic mun skarta leikinn í ár en goðsögnin Kobe Bryant sem lést í byrjun árs er framan á viðhafnarútgáfu leiksins.

Í ár hefur skottæknin verið tekin í gegn auk þess sem nýr söguþráður er í MyCareer möguleikanum. Einnig hefur verið leitast eftir því að færa spilunina enn nær nútímanum. Þá hefur tveimur nýjum sögufrægum liðum verið bætt við en það eru 2016-2017 lið Golden State Warriors og 2018-2019 liði Toronto Raptors sem eru enn ríkjandi NBA meistarar þegar þetta er skrifað.

Það er ljóst að mikil spenna er fyrir þessum vinsæla leik. Leikurinn kemur út 4. september næskomandi og verður fáanlegur í öllum ELKO búðum landsins.