Myndband: Glaðir Njarðvíkingar fóru með bikarinn heim

Njarðvík vann í gærkvöldi fyrsta bikarmeistaratitil félagsins síðan 2005 og var þetta fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan þeir urðu Íslandsmeistarar árið 2006, en félagið er þrátt fyrir þessa löngu bið eitt það sigursælasta í sögunni.

Hér fyrir neðan má svo sjá myndband frá því þegar að liðið fór með bikarinn heim í Njarðtaksgryfjuna, þar sem að meðal annars lögreglan fylgdi þeim síðustu kílómetrana og góður hópur fólks tók á móti þeim við íþróttahúsið.