Tveir leikir fóru fram í undankeppni VÍS bikarkeppninnar í kvöld.

Á Höfn í Hornafirði lögðu heimamenn í Sindra liði Skallagríms og í Forsetahöllinni vann Álftanes lið Fjölnis.

Hérna er hægt að sjá skipulag keppninnar næstu vikurnar

Bæði lið eru því komin í 16 liða úrslitin. Þar mun Sindri heimsækja Vestra og Álftanes og Tindastóll munu eigast við á Sauðárkróki. Báðir munu leikirnir fara fram komandi þriðjudag 7. september.

Úrslit kvöldsins

VÍS bikarkeppnin

Sindri 95 – 74 Skallagrímur

Tölfræði leiks

Álftanes 84 – 67 Fjölnir

Tölfræði leiks