Martin Hermannsson og Valencia náðu í fyrsta sigur vetrarins er liðið lagði Baxi Manresa í ACB deildinni á Spáni, 69-89. Áður hafði liðið tapað í fyrstu umferð og eru því með 50% sigurhlutfall.

Martin lék rúmar 16 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 6 stigum, 2 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Valencia í deildinni er komandi sunnudag 26. september gegn Murcia.

Tölfræði leiks