Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld fyrir stórliði Barcelona í undanúrslitum ofurbikars Spánar, 87-68.

Í hinum undanúrslitaleiknum vann Real Madrid lið Lenovo Tenerife, 72-70 og mun því mæta Barcelona í úrslitaleik á morgun.

Á tæpum 24 mínútum spiluðum skilaði Martin 11 stigum, 3 fráköstum og 3 stolnum boltum, en hann var framlagshæstur leikmanna Valencia í leiknum.

Deildarkeppni Valencia fer formlega af stað komandi laugardag 18. september er liðið tekur á móti Baskonia.

Tölfræði leiks