Hinn bandaríski Malik Ammon Benlevi mun samkvæmt heimildum Körfunnar ekki leika með Grindavík á komandi tímabili í úrvalsdeild karla.

Malik kom til liðsins fyrir þetta tímabil og hafði til þessa leikið tvo leiki fyrir félagið í VÍS bikarkeppninni. Í þeim skilaði hann 17 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik.

Ekki hefur verið staðfest hvaða leikmaður komi í stað Malik.