Karfan er ört vaxandi fréttamiðill sem leggur metnað í að segja og sýna frá öllum hliðum körfuboltans.

Stutt er í að nýtt tímabil hefjist, en þessa dagana er leikið í VÍS bikarkeppninni.

Til þess að geta flutt fréttir af þeim metnaði sem er sæmandi fyrir körfuboltaáhugamenn er þörf á fleiri fréttariturum og ljósmyndurum. Ef þú hefur áhuga á að koma til liðs við okkur endilega sendu línu á karfan@karfan.is.