Irena Sól til ÍR

ÍR hefur samið við Irenu Sól Jónsdóttur um að leika með liðinu í 1. deild kvenna í vetur. Irena, sem er 24 ára bakvörður, lék með Haukum á síðasta tímabili þar sem hún var með 3,4 stig að meðaltali í leik en liðið fór alla leið í úrslit þar sem það tapaði fyrir Val. Hún hefur leikið stærstan hluta ferilsins með Keflavík en hún varð Íslandsmeistari með félaginu árið 2017 og Bikarmeistari árin 2017 og 2018.

Fyrsti deildarleikur ÍR í vetur verður laugardaginn 2. október næstkomandi er liðið fær Stjörnuna í heimsókn.