Haukar tryggðu sig í kvöld áfram í VÍS bikarkeppni kvenna með öruggum sigri á Hamar/Þór, 117-32.

Liðið er því komið áfram í 8 liða úrslitin, en áður höfðu Keflavík og Valur einnig komist áfram.

Framlagshæst fyrir Hauka í leiknum var Helena Sverrisdóttir, en hún skilaði 10 stigum, 9 fráköstum og 10 stoðsendingum. Þá bætti Evar Margrét Kristjánsdóttir við 19 stigum og 3 fráköstum.

Fyrir Hamar/Þór var Gígja Marín Þorsteinsdóttir stigahæst með 11 stig og þá bætti hún við 4 fráköstum.

Tölfræði leiks