Helgina 9.-10. október heldur KR Alvotech mótið 2021. Mótið er fyrir stelpur og stráka 9 ára og yngri (2012) og fer fram í KR heimilinu á Meistaravöllum.

Nokkur bið hefur verið eftir móti fyrir þennan aldurshóp, en ekkert mót hefur verið haldið síðan í janúar 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Allar frekari upplýsingar um skráningu og verð er að finna hér fyrir neðan.