Fjórir leikir voru á dagskrá 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna í kvöld.

Stjarnan lagði Tindastól, Fjölnir vann Breiðablik, ÍR hafði betur gegn KR og Njarðvík vann Grindavík.

Þrjú lið hafa þegar tryggt sig áfram í átta liða úrslitin, Haukar, Keflavík og Valur, en dregið var í dag í næstu umferð keppninnar sem fara mun fram komandi laugardag 11. september.

Þar mun Stjarnan mæta Val í MGH, Njarðvík heimsækir ÍR, Keflavík og Haukar mætast í Blue Höllinni. Fjölnir fer beint áfram í fjögurra liða úrslitin þar sem þær mæta sigurvegara viðureignar Njarðvíkur og ÍR

Leikir dagsins

VÍS bikarkeppni kvenna

Stjarnan 68 – 43 Tindastóll

Tölfræði leiks

Fjölnir 83 – 55 Breiðablik

Tölfræði leiks

KR 57 – 60 ÍR

Tölfræði leiks

Grindavík 58 – 71 Njarðvík

Tölfræði leiks