Fjölnir tryggði sér í kvöld farseðil í úrslit VÍS bikarkeppninnar með 65-60 sigri á Njarðvík heima í Dalhúsum.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi. Jafnt var hjá liðunum í hálfleik, 27-27. Í seinni hálfleiknum náðu heimakonur þó að vera skrefinu á undan þegar það skipti mestu máli og unnu með 5 stigum, 65-60.

Atkvæðamest fyrir Fjölni í leiknum var Ciani Cryor með 21 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Þá bætti Sanja Orozovic við 16 stigum og 9 fráköstum.

Fyrir gestina úr Njarðvík var það Aliyah Collier sem dró vagninn með 30 stigum og 12 fráköstum og Diana Diene var með 11 stig og 12 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fjölnir mun mæta sigurvegara Vals og Hauka í úrslitum bikarkeppninnar komandi laugardag.