Valur hefur samið vinn hinn breska Callum Lawson um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild karla.

Callum kemur til liðsins frá Íslandsmeisturum Þórs, en með þeim skilaði hann 14 stigum, 8 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Tímabilið þar á undan var hann með Keflavík og Umea í Svíþjóð, en þangað kom hann úr bandaríska háskólaboltanum.

Gert er ráð fyrir að Callum verði kominn til liðsins seinna í mánuðinum.

Tilkynning:

Valur hefur komist að samkomulagi við Callum Lawson um að leika með liðinu á komandi leiktíð.
Þessi tæplega 2 metra framherji kom fyrst til landsins til Keflavíkur í janúar 2020 en sló í gegn með Þór Þorlákshöfn í fyrra þar sem þeir lönduðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.
Callum er fjölhæfur leikmaður sem mun láta taka til sín á báðum endum vallarins og vonandi sýna svipuð tilþrif og hann gerði í fyrra með Þór (sjá myndband).
Callum er væntanlegur til landsins eftir helgi og verður klár í Icelandic Glacial æfingamótið sem fer af stað seinna í september.