Átta liða úrslit VÍS bikarkeppni karla fara fram í kvöld með fjórum leikjum.

Stjarnan tekur á móti Grindavík í MGH, Haukar heimsækja Njarðvík í Njarðtaksgryfjuna, Sindri og ÍR eigast við á Höfn í Hornafirði og á Sauðárkróki tekur Tindastóll á móti Keflavík.

Fjögurra liða úrslit keppninnar eru svo á dagskrá eftir helgina, en í þeim mun annaðhvort Keflavík eða Tindastóll mæta Stjörnunni eða Grindavík og annaðhvort Njarðvík eða Haukar mæta Sindra eða ÍR.

Bikarúrslitin sjálf verða svo í Smáranum komandi laugardag 18. september.

Leikir dagsins

VÍS bikarkeppni karla

Stjarnan Grindavík – kl. 17:00

Njarðvík Haukar – kl. 19:15

Sindri ÍR – kl. 19:15

Tindastóll Keflavík – kl. 19:30