Ægir Þór Steinarsson og Gipuzkoa unnu í dag Juaristi í úrslitaleik Euskal bikarkeppninnar, 66-82, en keppnin er á milli félaga í Baskalandi á Spáni.

Ægir Þór var einn af burðarásum Gipuzkoa í leiknum, skilaði 12 stigum, 4 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Tímabil Ægis og Gipuzkoa í Leb Oro deildinni fer svo af stað þann 8. október með útileik gegn CB Almansa Con Afanion.