Undir 18 ára lið stúlkna og drengja munu í dag sjá um Instagram reikning Körfunnar, en liðin eru þessa dagana að keppa á Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi. Hægt verður að fylgjast með með því að fara inn hér og fylgja Körfunni.

Bæði leika liðin lokaleiki sína á mótinu í dag gegn Svíþjóð, en fyrri leikur stúlknanna hefst kl. 08:30 að íslenskum tíma á meðan að drengirnir eiga leik kl. 10:45.

Hérna er Karfan á Instagram