ÍR hefur samið við Tomas Zdanavicius um að leika með liðinu á komandi tímabili í Úrvalsdeild karla. Tomas er 25 ára, 204 cm miðherji frá Litháen sem kemur til liðsins frá BC Telsiai í heimalandinu. Þar skilaði hann 12 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik í fyrra.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið við Litháenska leikmanninn Tomas Zdanavicius um að leika með liðinu næstkomandi keppnistímabil. Síðasta tímabil lék Tomas með BC Telsiai í Lithánesku annarri deildinni þar spilaði hann 19,5 mínútur að meðaltali í leik og skilaði 12,3 stigum og 4,8 fráköstum. Við bjóðum Tomas Zdanavicius velkominn í ÍR.