Íslandsmeistarar Þórs Þ hafa samið við bandarískan leikmann fyrir komandi leiktíð. Bakvörðurinn Glynn Watson Jr. er ætlað að fylla skarð Larry Thomas á nætu leiktíð. Hafnarfréttir greindu frá þessu í kvöld.

Glynn er 24. ára bakvörður sem leikið hefur síðustu tvö ár í Grikklandi eftir að hann útskrifaðist frá Nebraska háskólanum 2019. Þar var hann liðsfélagi Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar hjá liðinu. Síðast lék hann með liði Kolossoss Rodou í grísku úrvalsdeildinni þar sem hann var fenginn til að taka við sæti Ty Lawson hjá liðinu sem meiddist í byrjun árs.

Nokkrar breytingar verða á liði Þórsara í meistaravörn komandi tímabils. Callum Lawson, Larry Thomas, Adomas Drungilas, Halldór Garðar Hermannsson og Styrmir Snær Þrastarson hafa allir yfirgefið félagið en þeir Daniel Mortensen og Ronaldas Rutkauskas hafa komið í hina áttina.