Undir 16 ára drengjalið Íslands tapaði í kvöld fyrir Noregi á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 58-56.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við leikmann liðsins Þórð Frey Jónsson eftir leik í Kisakallio. Þórður skoraði síðustu körfu Íslands í leiknum þegar hann kom þeim yfir í stöðunni 55-56 og um 40 sekúndur voru eftir. Hann fékk svo færi á að vinna leikinn fyrir Ísland á lokasekúndunum, en brást þá bogalistin.