Bakvörður Hauka og íslenska landsliðsins Þóra Kristín Jónsdóttir hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við AKS Falcon í Danmörku fyrir næsta tímabil. Staðfestir leikmaðurinn þetta í samtali við Körfuna fyr í dag.

Samkvæmt Þóru Kristínu hyggur hún á nám í Danmörku, en Falcon eru staðsettar í Kaupmannahöfn og leika í úrvalsdeild Danmerkur, Dameligaen.

Ljóst er að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir Hauka, en á síðasta tímabili skilaði Þóra Kristín 9 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik, en Haukar enduðu í öðru sæti deildarkeppninnar og fóru alla leið í úrslitaeinvígi úrslitakeppninnar.