Ísland leikur í dag kl. 18:00 fyrsta leik sinn af fjórum í forkeppni undankeppni HM gegn heimamönnum í Svartfjallalandi.

Hér fyrir neðan er það lið sem mætir til leiks, en af 14 manna hópi eru aðeins 12 sem geta verið á skýrslu í leiknum og kemur það í hlut Ragnars Arnar Bragasonar og Þóris Guðmundar Þorbjarnasonar að hvíla í dag.

Lið Íslands verður þannig skipað í kvöld:

Nafn, félag · landsleikir
Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · 2
Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 52
Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 6
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík · 88
Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 18
Kristinn Pálsson, Grindavík · 19
Kristófer Acox, Valur · 40
Ólafur Ólafsson, Grindavík · 42
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan · 51
Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 16
Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza, Spánn · 43
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 66

Heimasíða keppninnar

Hérna er 14 manna hópur Íslands

Hérna getur þú unnið íslensku landsliðstreyjuna