Svartfjallaland lagði Danmörku í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í fyrri leik liðanna í E riðil forkeppni undankeppni heimsmeistaramótsins 2023, 68-79.

Tölfræði leiks

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í Svartfjallalandi í leiknum var Nikola Ivanovic með 18 stig og 5 fráköst. Fyrir Dani var það fyrrum leikmaður KR Zarko Jukic sem dró vagninn með 8 stigum, 4 fráköstum, 4 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.

Áður hafði Svartfjallaland unnið Ísland og Ísland unnið Danmörku í riðlinum. Staðan því áfram nokkuð vænleg fyrir seinni leiki Íslands, en tvö lið af þessum þremur komast upp úr riðlinum í sjálfa undankeppnina. Næstu leikir Íslands eru seinni leikirnir gegn Svartfjallalandi og Danmörku næstkomandi þriðjudag og miðvikudag.

Staðan í riðlinum

Heimasíða keppninnar