Fyrstu deildar lið ÍR hefur framlengt samningum sínum við þær Sólrúnu Sæmundsdóttur og Rannveigu Báru Bjarnadóttur og munu þær taka slaginn með liðinu á komandi tímabili. Sólrún var lykilmaður í liði ÍR á síðasta tímabili, skilaði 7 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik á meðan að Rannveig lék öllu minna þó hún hafi verið í liðinu í 20 leikjum.

ÍR áttu nokkuð góða deildarkeppni þar sem að liðið hafnaði í öðru sæti á eftir Njarðvík. Þeim var hinsvegar sópað út úr undanúrslitunum af Grindavík, en Grindavík hafði klárað deildarkeppnina í sæti fyrir neðan þær. Liðið hefur síðan skipt um þjálfara, en Ísak Máni Wium sagði starfi sínu lausu og við tók Kristjana Eir Jónsdóttir.

Tilkynning:

Við fögnum upphafi leiktíðar með undirskriftum Sólrún Sæmundsdóttir og Rannveig Bára Bjarnadóttir hafa framlengt samninga sína við ÍR. Frábærar fréttir fyrir komandi átök.Áfram ÍR