Snæfell í Stykkishólmi samdi á dögunum við 20 leikmenn fyrir komandi vetur, en félagið sendir bæði lið í fyrstu deild kvenna, sem og aðra deild karla.

Þá var einnig samið við Gunnlaug Smárason um að þjálfa karlalið félagsins á meðan að Baldur Þorleifsson mun þjálfa kvennaliðið. Þá var einnig samið við fyrrum landsliðskonuna Gunnhildi Gunnarsdóttur sem nýjan yfirþjálfara yngri flokka.

Snæfell hefur verið gríðarlega sigursælt lið síðustu áratugi, þar sem félagið vann t.a.m. þrjá Íslandsmeistaratitla í röð kvennamegin 2014-16 og þá varð liðið einnig Íslandsmeistari karlamegin árið 2010. Ekki hefur gengið eins vel allra síðustu ár að halda sér í fremstu röð, en félagið gaf eftir sæti sitt í Úrvalsdeild kvenna eftir síðasta tímabil og þá tefldi það ekki fram karlaliði.

Tilkynning: