Skallagrímur lagði Hamar í kvöld í forkeppni undankeppni VÍS bikarkeppni karla, 87-84. Skallagrímur mun því mæta Sindra á Höfn í Hornafirði þann 3. september í undankeppninni og sigurvegari þeirrar viðureignar mun svo mæta Vestra í 16 liða úrslitum keppninnar þann 7. september.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkuð spennandi þó svo að Skallagrímur hafi verið skrefinu á undan lungann úr leiknum. Atkvæðamestur fyrir heimamenn í kvöld var Ólafur Þorri Sigurjónsson með 16 stig og 12 fráköst og þá bætti Almar Örn Björnsson við 17 stigum og 7 fráköstum. Fyrir Hamar var það Pálmi Geir Jónsson sem var atkvæðamestur með 24 stig og 20 fráköst.

Tölfræði leiks

Hérna er hægt að sjá skipulag keppninnar næstu vikurnar