Síðasta leik undir 16 ára liðs Íslands á Norðurlandamótinu í Kisakallio hefur verið aflýst vegna Covid-19 smits, en leikurinn átti að fara fram nú kl. 09:00 að íslenskum tíma. Smitið var fundið í starfsliði Svía við reglubundið próf í gær miðvikudag. Allur hópur Íslands, leikmenn og starfslið, voru prófuð á sama tíma og var enginn úr þeim hóp með Covid-19.