Leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins Sara Rún Hinriksdóttir hefur samið við Phoenix Constanta í Rúmeníu um að leika með liðinu á komandi tímabili. Staðfestir Sara Rún þetta við Körfuna fyrr í dag.

Sara Rún kom til Hauka eftir að síðasta tímabil var hafið frá Leicester Riders í Bretlandi. Haukare fóru á mikla sigurgöngu eftir komu hennar, enduðu í öðru sæti úrvalsdeildarinnar og komust alla leið í úrslitaeinvígi úrslitakeppninnar. Í 15 leikjum með Haukum á síðasta tímabili skilaði Sara Rún 16 stigum, 8 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Phoenix eru eins og tekið er fram í Rúmeníu, nánar tiltekið borginni Constanta, en þar leikur liðið í efstu deild, Liga Națională.