Undir 18 ára lið drengja og stúlkna komu til Kisakallio í Finnlandi í kvöld, en þar munu liðin leika á Norðurlandamóti dagana 16.-20. ágúst. Mótið fer fram í sóttvarnarbúbblu sem finnska sambandið hefur sett saman og voru allir leikmenn og starfslið prófað fyrir Covid-19 áður en nokkur samgangur átti sér stað.

Hérna er skipulag Íslands á mótinu

Karfan spjallaði við þjálfara undir 18 ára liðs stúlkna Sævald Bjarnason eftir komuna til Finnlands.