Undir 18 ára lið stúlkna tryggði sér í dag annað sætið á Norðurlandamótinu í Kisakallio með sigri á Svíþjóð, 53-60. Liðið vann alla leiki sína á mótinu nema gegn Finnlandi, sem urðu í fyrsta sæti.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Sævald Bjarnason þjálfara liðsins eftir leik í Kisakallio. Sagði Sævaldur meðal annars að hann hafi vitað allan tímann að hvað hann væri með góðan hóp í höndunum og að hann sjái fyrir sér að margir leikmanna liðsins eigi seinna eftir að komast í A landliðið.