Landsliðsmaðurinn Ragnar Nathanaelsson hefur samið við úrvalsdeildarlið Stjörnunnar um að leika með liðinu á komandi tímabili. Ragnar kemur til liðsins frá Haukum, sem að féllu úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þá hefur hann einnig leikið með Þór, Hamri, Njarðvík og Val í efstu deild á Íslandi og sem atvinnumaður á Spáni og í Svíþjóð.

Tilkynning:

Stjarnan hefur samið við Ragnar Nathanaelsson um að leika með félaginu á komandi tímabili. Það þarf ekki að kynna Ragnar fyrir körfuboltaáhugafólki, hann hefur leikið með nokkrum félögum í efstu deild á Íslandi, núna síðast Haukum og einnig í Svíþjóð og Spáni. Hann hefur leikið 51 landsleik fyrir Ísland. Ragnar hefur einnig getið sér gott orð sem yngri flokka þjálfari og mun hann bætast við sterkt þjálfarateymi Stjörnunnar.Það er alltaf stemming og gleði þar sem Ragnar er og við bjóðum hann velkominn í Garðabæinn.