Miðherjinn geðþekki Javale McGee vann sín fyrstu verðlaun á stórmóti með landsliði er Bandaríkin sigruðu Frakkland, 87-82, í úrslitaleiknum um gullið á Ólympíuleikunum í nótt. Hann og móður hans, körfuboltagoðsögnin Pamela McGee, urðu þar með fyrstu mæðginin til að vinna gull á Ólympíuleikum en Pamela varð Ólympíumeistari með Bandaríkjunum árið 1984.

Javale kom við sögu í fjórum leikjum á leikunum og var með 6,3 stig að meðaltali í leik og ótrúlega 83,3% skotnýtingu í bæði skotum utan að velli og vítum. Besta frammistaða hans var á móti Tékklandi þar sem hann skoraði 10 stig á einungis 4 mínútum.

Javale kemur úr mikilli körfuboltafjölskyldu en faðir hans, George Montgomery, var valinn í nýliðavali NBA árið 1985 og spilaði lengi sem atvinnumaður í Evrópu. Systir Javale, Imani McGee-Stafford, er atvinnumaður í körfubolta og hefur meðal annars spilað í WNBA deildinni, og móðursystir þeirra, Paula McGee, lék lengi sem atvinnumaður í Evrópu.

Eftir misjafnt gengi á fyrstu árum körfuboltaferils síns þá hefur Javale áttu góðu gengi að fagna síðustu ár en hann varð tvívegis NBA meistari með Golden State Warriors árin 2017 og 2018 og vann svo titilinn með Los Angeles Lakers árið 2020.